Barnabækur - Skáldverk 6-12 ára

Orri óstöðvandi Heimsfrægur á Íslandi

Magga fékk RISAfréttir sem áttu eftir að breyta öllu. Ekki nóg með það, ég fékk sjálfur óvænt tækifæri, til að verða heimsfrægur á Íslandi. En rétt í þann mund sem ég var að fara slá í gegn, stóð ég frammi fyrir erfiðustu ákvörðun lífs míns. Ákvörðun sem átti eftir að setja af stað ótrúlega atburðarás og svalast lokaatriði bókmenntasögunnar.

Hlutaveikin

Jólin nálgast. Freysteinn Guðgeirsson er ungur drengur sem verður æ spenntari með hverjum degi sem líður. Biðin er við það að verða óbærileg. Á endanum koma þau samt og Freysteinn getur loksins, loksins farið að opna alla jólapakkana. En þá kemur dálítið í ljós sem reynist erfitt viðureignar þó allt fari vel að lokum. Myndir gerði Sigrún Eldjárn.

Kóngsi geimfari

Kóngsi er risasmár talandi páfagaukur sem vill skilja alheiminn. Hann hefur áhyggjur af Kela vini sínum sem er fluttur í nýtt hverfi og á enga vini í skólanum. Þeir deila áhuga á víðáttum geimsins og Keli smíðar geimskip með Birtu í næsta húsi. Hjartnæm og fyndin saga um vináttu, kærleika, alheiminn og gátur lífsins, sögð frá sjónarhorni páfagauks.

Leyndarmál Lindu 10

Sögur af ekki-svo frábærri hvolpafóstru

Linda og bestu vinir hennar fara út í leyniverkefni: að bjarga sjö hvolpum og Móru mömmu þeirra. Til þess þarf Linda að fela hundana fyrir foreldrum sínum! Bækurnar um Lindu hafa slegið í gegn og setið á metsölulistum víða um heim um árabil. Fjörlegar teikningarnar og léttleikandi textinn gera lesmálið aðgengilegt og skemmtilegt.

Loki 3: leiðarvísir fyrir prakkara að heimsyfirráðum

Loki á í bölvuðu basli með að verða almennilegur. Hann er enn þá á jörðinni sem 11 ára strákur og í straffi hjá Óðni vegna þess að hann klippti hárið af ásynjunni Sif en núna lendir hann í alvarlegum vandræðum. Stendur Loki sig í þetta sinn eða tekur prakkarinn yfirráðin? Dásamlega fyndin bók með rætur í sagnaarfinum fyrir 8+

Lói: seigla og sigrar

Sól skín í heiði og lóur og aðrir farfuglar koma fljúgandi í stórum hópum á varpstöðvarnar. Það er þó ekki hættulaust því að fálkinn Skuggi er svangur eftir veturinn og situr fyrir þeim. Bækurnar um Lóa eru byggðar á íslensku kvikmyndinni Lói – þú flýgur aldrei einn sem hefur farið sigurför um heiminn.