Ljóð og leikhandrit

Rondó

Egill Ólafsson, tónlistarmaður, leikari og skáld, yrkir hér um flesta þætti tilverunnar en ekki síst leikur hann með litbrigði orðanna og þenur hljóm þeirra. Síðasta ljóðabók Egils, Sjófuglinn, vakti mikla athygli og var tilnefnd til Maístjörnunnar, íslensku ljóðabókaverðlaunanna.

Safnið

Ljóð Lindu Vilhjálmsdóttur

Linda Vilhjálmsdóttir skáld er þekkt fyrir beinskeytt og meitluð ljóð. Þetta safn geymir allar níu ljóðabækur hennar frá árabilinu 1990-2022, auk nokkurra ljóða sem birst hafa annars staðar eða eru áður óbirt. Inngangsorð skrifar Kristín Eiríksdóttir og í bókarlok er viðtal Hauks Ingvarssonar við Lindu þar sem hún segir frá lífi sínu og skáldskap.

Spunatíð

Í þessari nýju ljóðabók er spunnið úr þjóðlegum þráðum en einnig ferskum og framandi svo úr verður fjölbreyttur vefur þar sem fléttast saman frjáls póesía og háttbundin ljóð. Hjartsláttur lífsins er aldrei langt undan. Spunatíð er ellefta frumsamda ljóðabók Aðalsteins Ásbergs, en ljóð hans hafa verið þýdd og gefin út á mörgum tungumálum.

Undir eplatrénu

Úrval ljóða eftir eitt helsta skáld Norðmanna á liðinni öld. Látlaus og hrífandi skáldskapur í einstaklega vönduðum íslenskum búningi Gyrðis Elíassonar, sem einnig ritar formála. Verk Hauges hafa ratað víða og hér eru saman komin mörg þeirra ljóða sem hafa borið hróður hans langt út fyrir heimaslóðirnar.

Veður í æðum

Í þessari nýju og áhrifamiklu ljóðabók yrkir Ragnheiður Lárusdóttir um þá sáru reynslu að horfa á dóttur lenda í fjötrum fíknar – en líka um þá töfra tilverunnar sem umlykja okkur þrátt fyrir allt. Ljóðmál Ragnheiðar er beinskeytt og sterkt, eins og lesendur þekkja úr þremur fyrri bókum hennar – sem allar fylgja með í þessari bók.