Fræðirit, frásagnir og handbækur

Leiðtoginn

Valdeflandi forysta

Ögrandi og nýstárleg bók um leiðtogafærni sem tekur lesandann með í persónulega og krefjandi vegferð þar sem hann öðlast djúpan sjálfsskilning. Á tímum hraða og örra breytinga er tilfinningagreind leiðtoganum mun mikilvægari en vitsmunagreind þar sem árangurinn endurspeglast ekki í því sem hann gerir – heldur öðru fremur í því hver hann er.

Loftleiðir 1944–1973

Icelandic Airlines

Ljósmyndabók á íslensku og ensku um Loftleiðir. Í bókinni er ævintýralegum ferli Loftleiða gerð skil, frá því þrír ungir menn stofnuðu fyrirtæki með eina litla flugvél og þar til félagið fór fimm ferðir á dag á risaþotum milli Lúxemborgar og New York, með viðkomu á Íslandi. Loftleiðaandinn sprettur ljóslifandi upp af blaðsíðum bókarinnar.

My My! – ABBA í áranna rás

Árið 1974 hófst nýr kafli í poppsögunni þegar hljómsveitin ABBA skaust upp á stjörnuhimininn með „Waterloo“, sigurlagi sínu í Júróvison-söngvakeppninni. Hálfri öld síðar er þessi sænska undrahljómsveit vinælli en nokkru sinni – og heldur áfram að heilla fólk með sínum sígildu lögum, söngleikjum, bíómyndum, minjasöfnum og sýndarveruleika.

Óli K

Óli K. var fyrsti fastráðni blaðaljósmyndari landsins. Starfsævin spannaði um hálfa öld og á þeim tíma markaði hann sér sess sem mikilvægur þátttakandi á sviði íslenskrar menningar. Hér birtist úrval af verkum Óla K., bæði víðkunnar myndir sem óþekktar, um leið er saga hans sögð ítarlegar en áður hefur verið gert. Einstakur gripur.