Tónar útlaganna
Þrír landflótta tónlistarmenn sem mótuðu íslenskt menningarlíf
Bókin fjallar um tónlistarmennina Róbert Abraham, Heinz Edelstein og Victor Urbancic sem mótuðu íslenskt menningarlíf eftir flótta frá heimalöndum sínum undan klóm nasismans. Hér tókst þeim að lyfta tónlistarmenningu þjóðarinnar á nýtt stig af elju og smitandi ákafa. Tímamótaverk um mikilvægan þátt í íslenskri menningarsögu.