Andvari 2024
Aðalgrein Andvara 2024 er æviágrip Ragnhildar Helgadóttur, fv. ráðherra, eftir sagnfræðingana Rósu Magnúsdóttur og Ragnheiði Kristjánsdóttur. Ragnhildur var kjörin á þing aðeins 26 ára og sat á þingi í alls 23 ár. Hún var fyrsta konan sem var ráðherra í heilt kjörtímabil og ferill hennar er um margt merkilegur. 10 aðrar greinar eru í riti ársins.