Leitarorð: 2024

Andvari 2024

Aðalgrein Andvara 2024 er æviágrip Ragnhildar Helgadóttur, fv. ráðherra, eftir sagnfræðingana Rósu Magnúsdóttur og Ragnheiði Kristjánsdóttur. Ragnhildur var kjörin á þing aðeins 26 ára og sat á þingi í alls 23 ár. Hún var fyrsta konan sem var ráðherra í heilt kjörtímabil og ferill hennar er um margt merkilegur. 10 aðrar greinar eru í riti ársins.

Járn, hör, kol og kalk

Ljósmyndir af fullunnum verkum en líka ljósmyndir af ferlum á vinnustofu. Bókin er að hluta unnin í tengslum við sýningu í Listasafni Íslands 2024: „Járn, hör, kol og kalk“. Í bókinni eru jafnframt textar á ensku og íslensku eftir höfundana Ann-Sofie Gremaud, Erin Honeycutt, Geir Svansson, Gunnar Harðarson og Sigurbjörgu Þrastardóttur.

Íslensk knattspyrna 2024

Bækur Víðis Sigurðssonar um íslenska knattspyrnu eru einstakar og eiga engan sinn líka í heiminum. Þessi vinsæli bókaflokkur hefur nú komið út í rúm fjörutíu ár og hefur aldrei verið betri. Hér finnur áhugafólk um knattspyrnu allt sem gerðist í íslenska boltanum á árinu 2024 í máli og myndum. Ómissandi árbók allra áhangenda íslenskrar knattspyrnu.

Eyja

Af hverju vill fyrrverandi stjúpmóðir Eyju að þær hittist öllum þessum árum síðar; hvað er ósagt? Eyja er saga um flókin fjölskyldutengsl, brengluð samskipti og sár sem ekki gróa. Þetta er fyrsta bók Ragnhildar Þrastardóttur en sagan bar sigur úr býtum í handritasamkeppni Forlagsins, Nýjum röddum, árið 2024.

Hulda

„Hulda er ein af hinum miklu harmsögulegu hetjum nútímaglæpasagna,“ segir Sunday Times. Hulda er ný bók, forleikur að bókunum um þessa stórkostlegu persónu Ragnars Jónassonar sem lesendur þekkja úr Dimmu, Drunga og Mistri. Bálkurinn um hana hefur farið sigurför um heiminn og nú hefur verið gerið sjónvarpsþáttaröð eftir Dimmu.

Geðraskanir án lyfja: Líf án geðraskana

(bók 3)

Tilgangur þessara bóka er að fólk með geðraskanir geti séð að til eru fleiri leiðir en lyf til að takast á við þær, að aðstandendur fái dýpri innsýn inn í heim ástvina sinna með geðraskanir og að áhugi náist hjá læknum til að tengja við óhefðbundnar leiðir til að vinna með geðraskanir.

Saga

Tímarit Sögufélags LXII: 1 og 2, 2024

Tímaritið Saga kemur út tvisvar á ári, vor og haust. Efni þess tengist sögu og menningu landsins í víðum skilningi. Ritrýndar greinar og viðhorf mynda stærstu efnisþætti tímaritsins. Í Sögu birtast einnig ritdómar og ritfregnir um nýjar bækur er varða sögu, einkum Íslandssögu, og annað efni af sagnfræðilegum toga. Ómissandi öllu áhugafólki.

Myndlist á Íslandi

4. tölublað

Tímaritið er hugsað sem miðja fyrir myndlistarumfjöllun hér á landi – öflugur vettvangur fyrir umræðu og gagnrýna greiningu á myndlist og stöðu myndlistarfólks á Íslandi, auk þess sem rýnt er í gagnkvæmt samband íslensku senunnar við umheiminn. Tímaritið er gefið út einu sinni á ári í veglegri og fallegri prentútgáfu bæði á íslensku og ensku.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Sjálfsræktar dagbókin 2024 Inga Guðlaug Helgadóttir, Helga Fríður Garðarsdóttir og Margrét Kristín Pétursdóttir Bókafélagið Þessa sjálfsræktardagbók má líta á sem ákveðið verkfæri í þinni sjálfsvinnu fyrir árið 2024, árið sem þú ætlar að fara Alla leið. Þessi bók er ætluð til þess að þú setjir í forgang þína geðheilsu sem oftar en ekki er aftarlega í forgangsröðuninni í dagsins amstri.
Lykilorð 2024 Orð Guðs fyrir hvern dag Ýmsir höfundar Lífsmótun Í Lykilorðum eru biblíuvers fyrir hvern dag ársins auk ljóðaerindis eða fleygs orðs. Uppbygging hennar og innihald bíður upp á fjölbreytta notkun fyrir þá sem vilja leyfa innblásnum textum að vekja sig til umhugsunar. Auk þess að vera gefin út á kilju og rafbókarformi eru Lykilorð lesin í hljóðvarpi og birtast að hluta til á helstu samfélagsmiðlum.
Tíminn minn 2024 Björg Þórhallsdóttir Bókafélagið Hlý og fallega myndskreytt dagbók eftir íslensku listakonuna Björgu Þórhallsdóttur.
Aðeins fleiri Pabbabrandarar 2.0 Þorkell Guðmundsson Óðinsauga útgáfa Veislan heldur áfram með nýjum skammti af pabbagríni. Jafnvel enn súrara og langsóttara en í síðustu bók.
Snjór í paradís Ólafur Jóhann Ólafsson Veröld Meginstef þessarar áhrifamiklu bókar eru nánustu sambönd fólks; hjóna, foreldra og barna, elskhuga og vina; og hvernig hið leyndasta í lífi sérhvers manns, það sem hugur einn veit, getur breytt öllu komi það upp á yfirborðið. Snjór í paradís er mögnuð bók um ást og von, blekkingu og afhjúpun, hliðarspor og heiðarleika.
Almanak Háskóla Íslands 2024 Gunnlaugur Björnsson Háskólaútgáfan Auk dagatals flytur almanakið margvíslegar upplýsingar, svo sem um sjávarföll og gang himintungla. Lýst er helstu fyrirbærum á himni sem frá Íslandi sjást, stjörnukort, áttavitastefnur á Íslandi og kort sem sýnir helstu tímabelti heimsins. Yfirlit um hnetti, mælieiningar, veðurfar o.fl. Af nýju efni er m.a. grein um stjörnuna Betelgás.
Almanak HÍÞ 2024 ásamt árbók 2022 Arnór Gunnar Gunnarsson og Gunnlaugur Björnsson Háskólaútgáfan .