Þýdd skáldverk

Síða 3 af 6

Dr. Ruth Galloway #2 Janusarsteinninn

Önnur bókin í metsöluflokki um fornleifafræðinginn dr. Ruth Galloway sem aðstoðar lögregluna í Norfolk á Englandi við rannsóknir glæpamála. Ómótstæðilega blanda af ráðgátum, húmor og spennu. Gömul barnsbeinagrind finnst undir þröskuldi á gömlu glæsihýsi sem verið er að rífa. Er hugsanlega um að ræða fórn tengda gömlum helgisiðum?

Jólabókarleitin

Mirren leggur af stað norður í land í leit að einstakri bók fyrir fárveika ömmusystur sína. Hún kynnist myndarlegum, dökkeygum bóksala sem býðst til að leggja henni lið. Saman þræða þau fornbókabúðir, en er hann allur þar sem hann er séður? Og er bókarleitin erindisleysa eða mun hún leiða Mirren inn á nýjar og óvæntar brautir? Töfrandi jólasaga.

Jólabústaðurinn

Imogen er afar fær viðburðastjórnandi og samstarfsfólkið lítur upp til hennar. Hún er samt ekki sú sem hún þykist vera, fortíðin geymir erfið leyndarmál sem hún trúir engum fyrir. Henni býðst að verja jólunum í friðsældinni í Cotswold en leyndarmál fortíðar gera óvænta innrás í líf hennar svo hún neyðist til að taka erfiðar ákvarðanir.

Kóngsríkið 2 Kóngurinn af Ósi

Veldi bræðranna Carls og Roy Opgard riðar til falls þegar erkióvinur þeirra, lögreglustjórinn Kurt Willumsen, hefur fundið nýja tækni sem hann telur geta sannað sekt þeirra í óupplýstum morðum fortíðar. Óveðurskýin – og líkin – hrannast upp og bræðurnir lenda í blóðugu kapphlaupi við réttvísina. Mögnuð saga eftir meistara norrænu glæpasögunnar.

Litla kökuhúsið í París

Í notalegu hverfi í París – borg ástarinnar – er lítið kökuhús sem bíður eftir því að verða uppgötvað. Rómantík gæti alveg verið þar á matseðlinum … Nína Hadley ólst upp með fjórum eldri bræðrum. Þegar henni bauðst að flytjast til Parísar og hjálpa til á sætabrauðsnámskeiði var hún spennt að segja au revoir við hina ráðríku bræður sína.

Logarnir

Eftir örvæntingarfullt símtal frá æskuvinkonu sinni, Katju, neyðist Vega til að snúa heim til litla þorpsins Silverbro sem hún yfirgaf fyrir tíu árum. Katja og Vega voru óaðskiljanlegar í æsku en átakanlegur atburður varð til þess að leiðir skildi. Eftir örvæntingarfullt símtal frá æskuvinkonu sinni, Katju, neyðist Vega til að snúa heim ...

Lygin

Æsispennandi færeysk glæpasaga. Daginn eftir skyndilegt andlát bróður síns fær Sara Emmudóttir dularfullt bréf. Það verður til þess að hún fer að kafa í fortíð sem hún hafði flúið. Við sögu koma meðal annars rokktónleikar í Þórshöfn tuttugu árum fyrr þar sem ung kona lét lífið.

Maðurinn sem dó

Jaakko Kaunisma er farsæll sveppabóndi í finnskum smábæ þar til einn fagran sumardag að líf hans umturnast. Niðurstöður læknisrannsókna staðfesta að honum hefur verið byrlað eitur, í smáum skömmtum á löngum tíma. Hann er dauðvona aðeins 37 ára gamall. Hefst nú æsispennandi leit hans að þeim sem vilja hann feigan.

Morðin á heimavistinni

Sjálfstæð skáldsaga eftir höfund metsölubókanna um systurnar sjö. Nemi í fínum heimavistarskóla deyr skyndilega. Skólayfirvöld afgreiða andlátið sem slys en Jazmine „Jazz“ Hunter er send til að rannsaka málið. Á sama tíma reynir hún að standast persónutöfra fyrrverandi eiginmanns síns sem vill að þau taki saman á ný. En þá fer morðunum að fjölga.

Myrkramaðurinn

57 ára gömul kona finnst myrt í Stovner fyrir utan Ósló. Lögregluforinginn Cato Isaksen og samstarfskona hans, Marian Dahle, sjá um rannsókn málsins. Konan sem var myrt virðist hafa verið einfari og þjáðst af þunglyndi. Eina manneskjan sem hún hafði samband við var kona á hjúkrunarheimili í nágrenninu.

Myrku frúrnar

Þegar lík finnst skammt frá afskekktu unglingaheimili er Vera Stanhope kölluð til. Fórnarlambið er Josh, starfsmaður á unglingaheimilinu. Í sama mund kemur í ljós að Chloe, fjórtán ára vistmaður á heimilinu, er horfin. Vera á erfitt með að trúa því að hún geti hafa átt aðild að mannslátinu en hún verður að gera ráð fyrir öllum möguleikum.