Mýrarstúlkan
Ruth Galloway er fornleifafræðingur sem býr á afskekktum stað ásamt köttunum sínum. Þegar barnsbein finnast er þörf á sérfræðiþekkingu hennar. Málið er flókið og smám saman dregst Ruth inn í hættulega atburðarás.
Síða 4 af 6
Ruth Galloway er fornleifafræðingur sem býr á afskekktum stað ásamt köttunum sínum. Þegar barnsbein finnast er þörf á sérfræðiþekkingu hennar. Málið er flókið og smám saman dregst Ruth inn í hættulega atburðarás.
Óhefðbundin saga sem gerist á þremur sumardögum og fjallar um náin tengsl þriggja persóna. Bókin kom fyrst út 1989 og markaði upphafið að velgengni höfundarins í heimalandinu, en haustið 2023 hlaut Jon Fosse Nóbelsverðlaunin í bókmenntum.
Töfrandi kvöld í Feneyjum. Didi verður ástfangin upp fyrir haus – en ástmaðurinn lætur sig hverfa án þess að kveðja. Þrettán árum síðar hittir Didi hann aftur.
Hnyttin og heillandi saga sem hefur farið sigurför um heiminn. Tova Sullivan, starfsmaður á Sædýrasafni í Norður-Kaliforníu, kynnist geðvonda kolkrabbanum Marcellusi, sem er vinsælasti sýningargripur safnsins. Dularfullt hvarf Erics, sonar Tovu, hátt í þrjátíu árum fyrr hvílir þungt á henni en Marcellus reynist luma á upplýsingum um málið.
Stutt ljóð í lausu máli
Parísardepurð – Le Spleen de Paris – kom út 1869, tveimur árum eftir andlát höfundarins, Charles Baudelaire. Þar er að finna fimmtíu ljóð í lausu máli eða prósaljóð. Með verkinu átti Baudelaire þátt í að breyta viðhorfi til ljóðlistarinnar og hafði umtalsverð áhrif á skáld innan og utan heimalandsins.
Ógleymanleg uppvaxtarsaga íranska höfundarins Marjane Satrapi (f. 1969), sem fór sigurför um heiminn þegar hún kom fyrst út. Spaugilegar hversdagssenur í lífi höfundar og harmleikur þjóðar fléttast listilega saman þessari margrómuðu myndasögu sem lætur engan ósnortinn.
Sjötta bókin Öland-seríunni.
Lögregluforinginn Tilda Davidsson er barnshafandi og komin langt á leið þegar hún er kölluð til að aðstoða samstarfsmann sem hefur orðið fyrir hnífaárás á afskekktu býli á Norður-Ölandi. Þar finnur hún lík aldraðra hjóna í hjónarúminu.
Fimm hrollvekjandi framtíðarsögur eftir krimmakónginn Nesbø. Veröld sagnanna er framandi og uggvænleg en mannlegt eðli er þó samt við sig. Ást og afbrýði, græðgi og þrá stýra gjörðum persónanna og grimmd og gæska togast á í sálarlífi þeirra. En þótt frásagnirnar séu myrkar og hryllingurinn skefjalaus lifir vonin um að mennskan sé seigasta aflið.
Annað bindi í skáldsögu um Töru Selter sem situr föst í nóvemberdegi. Höfundurinn hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2022 fyrir fyrstu þrjú bindin. Bækurnar mynda samhangandi heild og ögra um leið hugmyndum okkar um listaverkið sem snyrtilega og afmarkaða einingu.
Dagsgömul, agnarsmá geit kemst óvænt í hendur fátæks, aldraðs bónda sem ásamt konu sinni fórnar öllu til að koma huðnukiðinu á legg. Það reynist erfitt í hörðum heimi þar sem fátækt, kúgun og uppskerubrestur eru veruleiki manna og dýra. Heillandi saga lítillar geitar.
Malin Fors 13
Vordagur í Linköping. Ungur maður finnst myrtur og svo virðist sem étið hafi verið af líkinu. Ýmsar vísbendingar leiða rannsókn málsins í ólíkar áttir. Var maðurinn myrtur af því að hann var samkynhneigður eða hafði morðið eitthvað með starf hans sem lyfjafræðingur að gera?
Indversk sögn
Sögusviðið er Indland á dögum Búdda. Siddharta, sonur hindúaprests, yfirgefur fjölskyldu sína og tekur að leita skilnings á eðli tilverunnar. Hann sættir sig ekki við lærdóm og kennisetningar presta og fræðimanna og leitar annarra leiða til að komast hjá hinni eilífu hringrás fæðingar og dauða.
Dýrðleg saga um heita þrá, hugrekki og frelsi eftir Nóbelshöfundinn Márquez. Anna Magdalena hefur verið gift í 27 ár og átt farsælt líf í borginni. En í ágúst ár hvert fer hún út í eyna þar sem móðir hennar er jörðuð og finnur sér elskhuga til einnar nætur. Sagan var óbirt þegar Márquez lést 2014 og kemur fyrst út nú; óvæntur fengur fyrir lesendur.
Carl Mørck, yfirmaður Deildar Q, er handtekinn eftir að taska með eiturlyfjum finnst á heimili hans. Samstarfsfólk hans snýst gegn honum og gömul mál eru dregin fram í dagsljósið. Æsispennandi krimmi og tíunda og jafnframt síðasta bókin um Deild Q.
Geðshræring
Menningarelíta Vínar er samankomin í kvöldverðarboði. Í dimmu skoti situr maður sem á vart eftir að segja aukatekið orð allt kvöldið en fer í huganum með hamslausa einræðu um tilgerð og tækifærismennsku gesta og gestgjafa, fólks sem hann hafði sagt skilið við 20 árum áður – en getur þó ekki alveg slitið sig frá. Sprenghlægileg og ögrandi skáldsaga.
Tíminn er naumur. Morðingi gengur laus og barn er horfið. Þegar Jenny Ahlström kemur heim úr helgarferð er eiginmann hennar og barnungan son hvergi að finna. Lögreglukonan Hanna Duncker óttast það versta. Ef drengurinn er enn á lífi þarna úti, verður hann það varla mikið lengur. "Frábær glæpasaga." New York Times Book Review
Í einræðisríki Pinochets í Chile kemur órólegur karlmaður inn á ritstjórnarskrifstofu dagblaðs á vegum stjórnarandstæðinga í landinu. Hann er öryggissveitarmaður. Ég vil segja frá því sem ég hef gert, segir hann, og blaðakonan kveikir á upptökutæki til að hlýða á vitnisburð sem opnar dyr inn í áður óþekkta vídd.
Þessi hrífandi skáldævisaga varð metsöubók í Frakklandi eftir að hún hreppti hin virtu Goncourt-verðlaun fyrir fyrstu skáldsögu árið 2011 og hefur síðan verið þýdd á fjölda tungumála. Í bókinni er fjallað með frumlegum og snjöllum hætti um eitt hræðilegasta áfall sem hent getur foreldra – barnsmissi.